Skilmálar

Krakkakrútt

Pöntun er afgreidd þegar greiðsla hefur borist. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti. Val stendur á milli að sækja pöntun eða fá sent. Allar sendar pantanir fara með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.

Krakkakrútt ber enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Krakkakrútt til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Möguleiki er á að sækja vörur hjá okkur að Lækjarmótum 2, 245 Suðurnesjabæ.

 

Sendingarkostnaður

Vefverslun okkar er beintengd við póststoð Íslandspósts og reiknast því sendingarkostnaður miðað við verðskrá þeirra áður en greiðsla fer fram. Enginn sendingarkostnaður er greiddur fyrir pakka sem sóttur er á afhendingarstað Dropp fyrir pantanir sem fara yfir 15.000 krónur.

Krakkakrútt sendir um allt land.

Afhendingartími

Afhendingartími innanlands er að jafnaði 2-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Varan er send beint heim að dyrum til kaupanda þar sem við á, ef heimkeyrsla er ekki í boði í viðkomandi bæjarfélagi, fer varan á næsta pósthús eða póstbox. Kaupandi fær sms frá Íslandspósti áður en sendingin er keyrð út. Rétt útfylltar upplýsingar eru lykillinn að því að vörur berist á réttum tíma til kaupanda.

Einnig bjóðum við uppá afhenginar að Lækjarmótum 2, 245 Suðurnesjabæ. Á milli 10:00 – 18:00 (eða eftir samkomulagi)

Verð

Öll verð eru byrt með 24% VSK og eru reikningar gefnir út með VSK. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndbrengl eða prentvillur og áskilur Krakkakrútt sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp.

Ef varan er ekki til á lager látum við viðskiptavin vita eins fljótt og auðið er og vinnum í laus á því máli, annað hvort með að skipta í aðra vöru eða endurgreiðslu hafi greiðsla farið fram. Verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

 

Skilafrestur og endurgreiðslur

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið.

Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Ekki er hægt að skila eða skipta vöru án kvittunar.

Gefin er inneignarnóta ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Vinsamlegast hafið samband við okkur í síma: 848-0362 eða sendið okkur tölvupóst á pantanir@krakkakrutt.is ef spurningar vakna.

Greiðslur

Þú getur greitt fyrir vöruna í vefversluninni með kreditkorti í gegnum örugga greiðslugátt Valitor sem hefur hlotið PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard) öryggisvottun.

 

Trúnaður

Seljandi tekur rétt viðskiptavina vegna persónuvendar og trúnaðar. Kaupandi mun gera allt sem í valdi hans stendur til að tryggja trúnað um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Lög og varnarþing

Varðandi viðskipti við okkur, sem og önnur atriði í samningsskilmálum þessum gilda íslensk lög. Rísi ágreiningur milli krakkakrutt ehf. og viðskiptavinar skal mál vegna þess rekið fyrir íslenskum dómstólum.

 

HAFA SAMBAND

Endilega hafðu samband ef spurningar vakna, sendu okkur á  krakkakrutt@krakkakrutt.is eða hringt í síma 848-0362